Brúðarminni

Höfundur: Örn Friðriksson

Textahöfundur: Friðrik A. Friðriksson

Út í sumarsins fagnandi sólheim ég leið,
borinn söngvanna vængjuðu þrá.
Og ég horfi yfir braut, sem var gullin og greið,
alla gæfunnar auðlegð ég sá.
Og þá bar mig í anda mín brúður til þín,
Ó hve barnslega sæll er ég nú.
því að perla þess alls, sem til yndis mér skín
og til auðnu mér veit, það ert þú.

Sjá, þeir metast um völd og um lofstír og lönd.
En hve lítils er allt þetta vert.
Unz þín brosljúfa ást og þín hjúkrandi hönd,
hefir himin úr jörðinni gert.
Þá átt skærasta strenginn sem muni og mál
geta mundað á gæfunnar stig.
Sjá, hið fegursta ljóð, sem fær lyft minni sál,
það er ljóðið, mín brúður, um þig.